Eins og ég gat um í fyrradag, þá ákvað ég að fara aftur á stefnumót í þeirri von að sú sem ég vænti mæti þar.
Gestum síðunnar óska ég gleðilegs sumars og þakka fyrir vinsemd á liðnum vetri. Það er mikils virði að njóta vinsemdar. Njótið dagsins og sumarsins í faðmi þeirra sem þarfnast ykkar og ykkur líður vel hjá. Sjá hér og hér.
Gleðilegt sumar og góð stefnumót.
Gleðilegt sumar og gangi þér vel á stefnumótinu. Ef ég hef lesið rétt á milli línanna, held ég að blessunin hljóti að skila sér bráðlega frá útlöndunum. 🙂