Grátstafir á sumardaginn fyrsta

Hann hringdi um morguninn á sumardaginn fyrsta. Við vorum í Llitlatré. Hann var á leið til vinnu. Malbikun frammi í Hálsasveit. Við Húsafell. Eftir fáein orð um almenn efni sagði hann:

„Manstu eftir hvolpinum, hvað hann var kátur? Hann stökk hlæjandi í kringum þig og upp í fangið á þér þegar þú réttir út hendurnar. Krakkarnir elskuðu hann og konan og ég, maður, ekki minnst ég. Þegar við völdum hann úr hópi systkina sinna þá bar hann af fyrir gleði og fyndni. Ég féll gjörsamlega fyrir honum. Og við öll. Fjölskyldan.

Við höfum oft talað um hvað hann tengdist þér fljótt, þegar við heimsóttum ykkur ömmu í Litlatré. Og sáum ekki betur en þú yngdist um fjörutíu ár þegar þú fórst út með honum. Þið tókuð að skrípast og þú lést alveg eins og krakki og gleymdir þér og okkur líka. Í ærslunum. Við fylgdumst með ykkur út um gluggana og skellihlógum. Þannig var hann þessi elskulegi hvolpur.

Gloría

Nú finnst mér gott að fara í vinnuna, – þá gleymir maður sorginni,- heima eru allir að gráta,- vinnan hjálpar manni að gleyma,- en það er mikil sorg heima,- við grétum alla nóttina,- og síðustu daga.,- krakkarnir eiga afskaplega bágt.

Þetta var svo sviplegt. Nei, við vitum ekki hvaða bíll það var.“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.