Fordómar og baráttan við þá

Vika bókarinnar hjá félagi bókaútgefenda hefst í dag. Henni lýkur væntanlega næsta mánudag. Markmið vikunnar er að auka sölu á bókum. Það er hagsmunamál útgefenda í peningum.

Verðugra væri að leggja áhersluna á að auka lestur bóka. Það væri hagsmunamál lesenda hvað skilning varðar. Mundi og hjálpa þeim í baráttunni við fordóma, hvort sem þeir snérust um geðveiki, trúmál eða öll hin.

Í mínu frumstæða tilviki má segja að hjá mér séu um það bil fimmtíu og tvær bókavikur í hverju ári. Það er samt full djúpt í árinni tekið. Segjum að þær séu fjörutíu og tvær, sem er samt líklega of grunnt í árinni tekið. En „blindur er bóklaus maður“, segir á bók og vísast er það laukrétt. Því segi ég, í fullri vinsemd, eigið góða viku og njótið bóka og lesturs þeirra.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.