Agnes spyr um hagfræði

Þegar verkamaður gekk fyrir bankastjóra og þurfti að semja um vanskil á láni, þá hélt bankastjórinn langa tölu um óráðsíu og agaleysi með ströngum tóni. Lúpulegur og iðrandi seig verkamaðurinn niður í sæti sínu logandi hræddur við þennan gáfaða mann sem hafði vald yfir framtíð hans.

Lesa áfram„Agnes spyr um hagfræði“

Hróp listamannsins

„Þegar ég hugsa til ykkar, fyllist hjarta mitt dalaliljum.“ Með þessum orðum í bréfi söngvarans mikla, Achille Papin, til systranna Martínu og Philippu, hefst innkoma madame Babette Hersant í hina framúrskarandi skáldsögu Karenar Blixen, Gestaboð Babette.

Lesa áfram„Hróp listamannsins“

Einn í heiminum

Í liðinni viku lét ég smyrja „Gamla rauð“. Gamli rauður er nýtt nafn á gamla bílinn minn. Subaro Forester ’99, ekinn 160.000. Einn eigandi. Ég finn fyrir vaxandi væntumþykju til hans í hvert sinn sem ég sest undir stýrið. Tengi það við kvíðann fyrir því að hafa ekki efni á að reka hann.

Lesa áfram„Einn í heiminum“

Allt hvítt

Á góðum morgni vakna ég einni mínútu áður en útvarpið kveikir. Það er klukkan 6:40. Þannig var þetta í morgun. Og beinagrindin verkjalaus. Sótti blöðin niður í anddyri og settist yfir þau með kaffið sem Ásta bjó til. Fékk ekkert út úr blöðunum. Kannski tvær greinar. Önnur eftir gamla biskupinn.

Lesa áfram„Allt hvítt“