Kona með lús

Fékk á tilfinninguna um síðustu helgi að fiðrildin væru að leggja ungu birkihríslurnar okkar Ástu, í Litlatré, undir sig og orma sína. Mér er mjög annt um hríslurnar og fer gjarnan á milli þeirra og spjalla við þær. Oftast taka þær mér vel. En um síðustu helgi var búið að vefja laufblöðum utan um litlu gráu ormakvikindin á mörgum hríslum. Og ekkert eitur á svæðinu.

Lesa áfram„Kona með lús“