Þessi frábæra kona á afmæli í dag. Ég hitti hana fyrst fyrir fimmtíu árum. Aldrei hef ég hitt jafn óvenjulega, þolgóða og æðrulausa manneskju á ævi minni. Hún hefur alla tíð gert gott úr hlutunum og þar með bætt tilveru flestra sem hún umgekkst. Og aldrei ætlast til neins fyrir sjálfa sig.
Við ætlum að koma við hjá henni á eftir og drekka með henni kaffisopa. Í tilefni dagsins. Hún heyrir þokkalega, sér vel og minni hennar er með ólíkindum. Fyrir skömmu kom hún fram í sjónvarpsfréttum. Þá var verið að ræða vandamál eldra fólks.
Hún gekk eftir ganginum á Landakoti með löbbuna sína, hæg og æðrulaus og svaraði fréttamanninum, sem vildi ræða vandaræðaástand í umönnun eldra fólks: Það hjálpar ekkert að vera alltaf að kvarta.
Ingibjörg Brynjólfsdóttir, ævinlega kölluð Imba í Hlöðutúni. Hún er 92 ára í dag og drekkur kaffi með vinum sínum á Hofteigi 14, hjá Dagnýju Leifsdóttur. Ingibjörg er föðursystir Ástu.