Ást í Litlatré

Þegar hún Ásta lífgar moldina
og fer um hana höndunum
eftir langan veturinn

setur stjúpurnar í reitina
og velur saman litina
þá er hafið sumarið

býflugan fagnar stjúpunum
hún teigar í sig sætuna
og þýtur um í vímunni

hjarta mitt í brjóstinu
barmafullt af hamingju
þakkar fyrir elskuna.

2 svör við “Ást í Litlatré”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.