Berfættur í móanum

Jörðin vaknar eftir vetrarsvefn. Örverur geispa eftir hvíldina og teygja úr sér. Fráhrindandi köngulær þjálfa nýtt göngulag og flottar randafluguhlussur þeytast um á feikna hraða með háværu suði.

Birkið og furan og lerkið og elrið og grenið, sitka-, hvíta- og blá-, teygja anga sína upp úr lífvana sinu. Og stöku reyniviður. Þröstur útbýr hreiður í nýjum buska. Gaukar kljúfa loftið og Spói vellur á árbakkanum. Tregatónn lóunnar heyrist langt að.

Geldálftir hópast á túnum og háma grænan nýgræðing. Fuglar sem eiga ekki erindi fram á heiðar fyrr en að ári. Eldri svanir safnast við heiðavötnin og njótast og undirbúa komu nýrrar kynslóðar.

Mannskræfa í gúmmískóm gengur um og heilsar asparsprotum í móanum. Aspir teygja nýja sprota í átt til himins, fremur en mannsins. Það er sterk kvoðulykt af öspinni. Hún liggur í loftinu.
Hefur þú fundið hana?

Eitt andsvar við „Berfættur í móanum“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.