Stjórnarandstaðan

Hún talar eingöngu um hvað hinir geri allt á rangan veg. Hvað þeir hafi á fáu vit og farist öll verk illa úr hendi. Þessu hamrar hún á vikum og mánuðum saman rétt eins og hún viti allt betur og gæti gert allt betur. Af miklu afli hamast hún við það eitt að benda á hina og manni býður í grun að hún vilji forðast að vekja athygli á eigin markmiðum, sem eru að líkindum harla lítils virði. Nema þau séu þau sömu og hinna.

Lesa áfram„Stjórnarandstaðan“

Undirstraumar

Í gegnum tíðina höfum við Ásta gert nokkuð með dagana fyrir og um páska. Til dæmis þá lesum við, við Horngluggann, kaflana í ritningunum sem fjalla um efnið. Leyfum við textunum að hafa nokkur áhrif og undir þeim tókum við fram menóruna í fyrradag og settum hana í öndvegi. Og eina ferðina enn fór ég á stúfana til leita að matzo mjöli til að baka ósýrt, en ósýrt er eitt af lykilatriðunum í helgihaldinu um brottförina miklu. Og síðustu kvöldmáltíð Krists.

Lesa áfram„Undirstraumar“

Sjö föstudagar í viku VI

Þegar við Ásta komum til eyjunnar Patmos, um árið, þá var klaustrið, sem þar er efst uppi á fjalli, lokað annan daginn sem við stöldruðum við, því þá var fótaþvottadagur. Þetta vakti okkur til umhugsunar um mismunandi viðhorf í trúarhreyfingum þar sem stoltið virðist skipa hæsta sessinn víðast hvar þar sem við þekkjum til. Þó hafði meistarinn sagt við lærisveina sína: „Ég hef gefið yður eftirdæmi.“

Lesa áfram„Sjö föstudagar í viku VI“

Sjö föstudagar í viku V

Vitringar og spakir menn sem lögðu líf sitt og ævistarf í að rýna í helgar bækur, fundu út að undir þeim textum sem við þeim blöstu á keflunum mátti finna aðra og dýpri meiningu orðanna. Vakti þetta áhuga þeirra og ástríðu svo að þeir nýttu hverja stund til að kryfja táknin og rannsaka leyndardómana. Sýndist þeim að forfeður þeirra hefðu búið svo um að aðeins væri á færi innvígðra að lesa út úr „hinum huldu“ rúnum.

Lesa áfram„Sjö föstudagar í viku V“

Sjö föstudagar í viku IV

Það er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort páskar hafi eitthvert gildi umfram það að vera frídagar. Langflestir umgangast þá sem tækifæri til að hvílast frá vinnu og daga sem hægt er að tileinka áhugamálum og leikjum ef aðstæður leyfa. En páskar hafa að sjálfsögðu meira gildi en það. Þeir eru helgir dagar, fráteknir dagar, sem stofnað var til fyrir sál og anda og hafa að sjálfsögðu mikið gildi fyrir þá sem íhuga andleg málefni.

Lesa áfram„Sjö föstudagar í viku IV“

Sjö föstudagar í viku III

Við lesum á þessum dögum þar sem segir að páskar nálguðust. Í guðspjöllunum fjallar textinn um Jesúm Krist á þann hátt að lesandi fær á tilfinninguna að ekkert annað hafi verið á seyði í veröldinni um þær mundir. Það er eðlilegt. Verið er að leiða frásögu, væntingar og spádóma hinna vitrustu manna, speki þeirra og visku margra alda fram og fókusa á einn punkt. Einn hinna mikilvægustu atburða í sögu mannsandans.

Lesa áfram„Sjö föstudagar í viku III“

Sjö föstudagar í viku II

Það segir frá því að þegar páskar Gyðinga nálguðust, fóru margir úr sveitinni upp til Jerúsalem til að hreinsa sig. Það er athyglisvert orðalag. Margir fóru til að hreinsa sig. Það leiðir hugann að því að sá sem vill hreinsast hefur gert sér grein fyrir því að hann er ekki hreinn. Sú niðurstaða sýnir að þessir mörgu hafa skoðað inn í eigin hug og samvisku og fundið út að þar mætti eitt og annað betur fara.

Lesa áfram„Sjö föstudagar í viku II“

Sjö föstudagar í viku I

Um þessar mundir eru allir dagar föstudagar. Það er að segja, þeir snúast um föstur. Þá leitast þeir sem trúa á Jesúm frá Nasaret, við að opna huga sinn og nálgast orð ritninganna um markmið föstudagsins langa. Og hver sem það prófar mun ósjálfrátt ganga hljóðlegar um í dagsins önn og finna sér hljóðláta stund. Hann mun fara afsíðis, draga skó af fótum og krjúpa. Og andvarpa. Því að hver sá sem þáði mola af brauði þess dags hlýtur að upplifa lotningu og einlægt þakklæti.

Lesa áfram„Sjö föstudagar í viku I“