Í fjötrum

Fyrst er fólk innritað í afgreiðslu frammi við dyr. Þar er biðröð. Síðan er því sagt að setjast í biðstofu sem er við hlið afgreiðslunnar. Það verði kallað upp. Flestir viðstaddra eru eldri borgarar. Sumir eru í fylgd barna sinna, fólks á miðjum aldri. Ein kona er í hjólastól. Hún virðist smávaxin, klædd kuldaúlpu og með skringilega húfu á höfðinu. Hún er samankipruð og beygir andlitið niður í kjöltuna. Andlit sem bendir til þess að hún sé í fjötrum Down´s heilkennis.

Lesa áfram„Í fjötrum“

Gleðin í brjóstinu

Sennilega hrakar mönnum á mínum aldri hraðar en þeir átta sig á sjálfir. Á ég þá við hæfni heilans og jaðarstöðva hans. Upplifi ég þessa tilfinningu stöku sinnum við lestur nýrra bóka. Núna tengist tilfinningin degi bókarinnar í ár og þúsund kallinum sem Félag íslenskra bókaútgefenda sendi í heimili. Freistaðist nefnilega til að kaupa bækur umfram þá sem mig langaði í.

Lesa áfram„Gleðin í brjóstinu“

Hvað sástu?

Alla daga. Margar vikur. Kalt vor. Norðaustan fimm til tíu eða átta til þrettán. Og frost á nóttum. Kom í hús eftir skoðunarferð um nágrennið. Fór snemma. Læddist, svo að betri hlutinn gæti lúrt lengur. Var spurður við heimkomu: „Vissi ekki að þú fórst. Hvað sástu?“

Lesa áfram„Hvað sástu?“

Er vitað hverjir stjórna landinu?

Mikill lúðrablástur og hávaði hefur dunið á þjóðinni undanfarnar vikur um hrun efnahagslífsins á Íslandi. Allskyns fólk í allskyns stofnunum, fólk sem skreytir sig með margföldum háskólagráðum í sértækri þekkingu á hagfræði og þróun peningamála, hefur tjáð sig um að hræðileg endalok góðæris séu að hvolfast yfir þjóðina og því kominn tími fyrir almúgafólk að biðja fyrir sér og afkomu sinni.

Lesa áfram„Er vitað hverjir stjórna landinu?“

Kastljós – hrós

Það verður að segjast að lærdómsríkt var að fylgjast með viðtali í Kastljósinu á Rúv í gærkvöldi. Í þættinum ræddi Kristján Kristjánsson við Gest Jónsson, lögmann og verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannssonar, í Baugsmálinu svokallaða. Hrósið fær Kristján Kristjánsson fyrir einurð og ákveðni ásamt því að koma vel undirbúinn í viðtalið.

Lesa áfram„Kastljós – hrós“

Kröpp hægri beygja eða Laufið á sálinni II

Við tókum sunnudaginn snemma. Um hálfsjöleytið fór ég út á pall til að vígja morguninn. Tók þá eftir stráum og hálmi á mottunni utan við dyrnar. Hvað er nú þetta, hugsaði ég, minnugur þess að Ásta lætur aldrei korn eða kusk sjást nein staðar á umráðasvæði sínu, og ég stansaði við. Beið eftir því að heilinn kæmi með tillögu um átæðu. Einmitt. Við höfðum fest rekaviðarskúlptúr ofan við útidyrnar og Þrastaparinu litist vel á staðinn til að fjölga í stofninum.

Lesa áfram„Kröpp hægri beygja eða Laufið á sálinni II“