Ánægjuleg andlátsfregn

Sú fregn barst á öldum ljósvakans í kvöld að Dagblaðið hafi látist í dag. Það óvenjulega við þetta andlát er að margir munu fagna því. Eftir frumskoðun má segja að blaðið hafi fallið fyrir eigin hendi. Sannast og hið fornkveðna að sá sem grefur öðrum gröf hann gæti þess að detta ekki ofan í hana sjálfur. Með öðrum orðum: „Sér grefur gröf þótt grafi.“

Maraþon í London og grænt belti í karate

Teljarinn á heimasíðunni gafst upp í vikunni. Það olli mér ýmsum verkjum. Til dæmis millirifjagigt og snert af einmanakennd. Brynjólfur, sem annast hefur um tækniatriði síðunnar fyrir mig, gerir afar lítið úr svona talningum á flettingum á heimasíðum. Ég geri ekki lítið úr þeim. Þær eru mér félagsskapur. Eiginlega nærist ég á því að sjá að fólk heimsækir síðuna og les léttvægt hjalið á henni. Brynjólfur setti upp nýjan teljara í gær og talning á öllum pistlum byrjar á núlli. Gamlir og nýir.

Lesa áfram„Maraþon í London og grænt belti í karate“

Ofsagróði með feitu letri

Fjölmiðlarnir fræða okkur um það, og nota um það orðalag eins og þeir eigi þátt í því, að bankarnir og önnur fjármálafyrirtæki hagnist meira í ár en á sama tíma í fyrra. Í fyrra högnuðust þeir meira en árið áður og það ár meira en árið þar áður og þar áður og þar áður. Við lestur þessara fregna af gróða verða til svo skrítnar spurningar í huga einfeldninga, svo eins og þessi: Af hverju þurfa þeir þá að hækka vexti á almenningi?

Lesa áfram„Ofsagróði með feitu letri“

Þjóðargjöf til Íslendinga

Ákvað í gær að nýta þjóðargjöfina frá bókaútgefendum. Tilefnið var frétt í Mogga um ljóðabók eftir Stanley Kunitz sem Hallberg Hallmundsson snéri úr ensku, eins og segir á bókarkápu. Hallberg var tilnefndur til þýðingarverðlauna. Annars er ég hættur að kaupa bækur. Hef ekki efni á því. Dett þó íða stöku sinnum. Tók með mér þúsund krónu gjöfina.

Lesa áfram„Þjóðargjöf til Íslendinga“

Í brjósti manns

Bókahillur geta glatt fólk, og felst gleðin sem af þeim hlýst í því að í þeim finnast stundum bækur sem minnið hafði ekki á hraðbergi. Og það vekur hljóðláta ánægju þegar fingur leiðir augun og finnur bók sem taldist til vinar, vinar sem ekki var sinnt um alllangt skeið vegna framhleypni nýrra vinda sem léku á leið sinni hjá.

Lesa áfram„Í brjósti manns“

Úti í mörkinni

Það voru auðvitað fleiri atriði, en þau sem segir af í síðasta pistli, sem gerðu sig heimakomin í huga manns, hvílandi úti í mörkinni í þessa tíu daga. Sum þeirra áhrifarík og önnur minna eins og gengur. En hugurinn, þetta óáþreifanlega fyrirbæri í manninum, hvort sem hann kallast blað eða eldur, tekur sér sjaldan hvíld frá endalausri iðjusemi sinni. Jafnvel þó aðrir hlutar fyrirbærisins þrái hvíldina stundum. Og hvað svo sem næturdraumar eru í eðli sínu, þá eiga þeir til að knýja svo ákaft að dreymandinn vaknar uppgefinn.

Lesa áfram„Úti í mörkinni“

Tuttugu grömm með vængi

Því lauk í gær. Tíu daga fríi Ástu og dvöl okkar í litla kofanum uppi í Borgarfirði. Vestra. Hann er okkar svæði. Og norðanáttin sá okkur fyrir skjóli á pallinum. „Ég vil hafa rok,“ er haft eftir bónda einum í Hvítársíðu á miðri síðustu öld, þegar ferðamaður spurði hann með vandlætingu hvort það væri alltaf þetta andstyggðar norðanbál í Króknum. „Ég vil hafa rok.“

Lesa áfram„Tuttugu grömm með vængi“

Brandari páskanna

Við hlustuðum á útvarpsmessu á páskadagsmorgni. Vorum í sveitinni okkar. Þar var alhvít jörð á upprisudaginn og snjómugga í loftinu. Orð ræðumannsins vöktu til umhugsunar. Skilningur hans og viðhorf undirstrikuðu hvað greind mín og skilningur ná skammt. En það hefur raunar bagað mig alla tíð og ég kveinkað mér þegar umræða minnir á það. Biskupinn prédikaði og sagði meðal annars:

Lesa áfram„Brandari páskanna“

Á skírdagskvöldi

Í hinu nána samfélagi sem Jesús Kristur átti með lærisveinum sínum dagana fyrir síðustu kvöldmáltíðina, sagði hann við þá: „Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hvers annars fætur. Ég hef gefið yður eftirdæmi, að þér breytið eins og ég breytti við yður.“

Lesa áfram„Á skírdagskvöldi“