Stjórnarandstaðan

Hún talar eingöngu um hvað hinir geri allt á rangan veg. Hvað þeir hafi á fáu vit og farist öll verk illa úr hendi. Þessu hamrar hún á vikum og mánuðum saman rétt eins og hún viti allt betur og gæti gert allt betur. Af miklu afli hamast hún við það eitt að benda á hina og manni býður í grun að hún vilji forðast að vekja athygli á eigin markmiðum, sem eru að líkindum harla lítils virði. Nema þau séu þau sömu og hinna.

Lesa áfram„Stjórnarandstaðan“