Ánægjuleg andlátsfregn

Sú fregn barst á öldum ljósvakans í kvöld að Dagblaðið hafi látist í dag. Það óvenjulega við þetta andlát er að margir munu fagna því. Eftir frumskoðun má segja að blaðið hafi fallið fyrir eigin hendi. Sannast og hið fornkveðna að sá sem grefur öðrum gröf hann gæti þess að detta ekki ofan í hana sjálfur. Með öðrum orðum: „Sér grefur gröf þótt grafi.“

Maraþon í London og grænt belti í karate

Teljarinn á heimasíðunni gafst upp í vikunni. Það olli mér ýmsum verkjum. Til dæmis millirifjagigt og snert af einmanakennd. Brynjólfur, sem annast hefur um tækniatriði síðunnar fyrir mig, gerir afar lítið úr svona talningum á flettingum á heimasíðum. Ég geri ekki lítið úr þeim. Þær eru mér félagsskapur. Eiginlega nærist ég á því að sjá að fólk heimsækir síðuna og les léttvægt hjalið á henni. Brynjólfur setti upp nýjan teljara í gær og talning á öllum pistlum byrjar á núlli. Gamlir og nýir.

Lesa áfram„Maraþon í London og grænt belti í karate“