Úti í mörkinni

Það voru auðvitað fleiri atriði, en þau sem segir af í síðasta pistli, sem gerðu sig heimakomin í huga manns, hvílandi úti í mörkinni í þessa tíu daga. Sum þeirra áhrifarík og önnur minna eins og gengur. En hugurinn, þetta óáþreifanlega fyrirbæri í manninum, hvort sem hann kallast blað eða eldur, tekur sér sjaldan hvíld frá endalausri iðjusemi sinni. Jafnvel þó aðrir hlutar fyrirbærisins þrái hvíldina stundum. Og hvað svo sem næturdraumar eru í eðli sínu, þá eiga þeir til að knýja svo ákaft að dreymandinn vaknar uppgefinn.

Lesa áfram„Úti í mörkinni“

Tuttugu grömm með vængi

Því lauk í gær. Tíu daga fríi Ástu og dvöl okkar í litla kofanum uppi í Borgarfirði. Vestra. Hann er okkar svæði. Og norðanáttin sá okkur fyrir skjóli á pallinum. „Ég vil hafa rok,“ er haft eftir bónda einum í Hvítársíðu á miðri síðustu öld, þegar ferðamaður spurði hann með vandlætingu hvort það væri alltaf þetta andstyggðar norðanbál í Króknum. „Ég vil hafa rok.“

Lesa áfram„Tuttugu grömm með vængi“