Ofsagróði með feitu letri

Fjölmiðlarnir fræða okkur um það, og nota um það orðalag eins og þeir eigi þátt í því, að bankarnir og önnur fjármálafyrirtæki hagnist meira í ár en á sama tíma í fyrra. Í fyrra högnuðust þeir meira en árið áður og það ár meira en árið þar áður og þar áður og þar áður. Við lestur þessara fregna af gróða verða til svo skrítnar spurningar í huga einfeldninga, svo eins og þessi: Af hverju þurfa þeir þá að hækka vexti á almenningi?

Lesa áfram„Ofsagróði með feitu letri“