Sjö föstudagar í viku I

Um þessar mundir eru allir dagar föstudagar. Það er að segja, þeir snúast um föstur. Þá leitast þeir sem trúa á Jesúm frá Nasaret, við að opna huga sinn og nálgast orð ritninganna um markmið föstudagsins langa. Og hver sem það prófar mun ósjálfrátt ganga hljóðlegar um í dagsins önn og finna sér hljóðláta stund. Hann mun fara afsíðis, draga skó af fótum og krjúpa. Og andvarpa. Því að hver sá sem þáði mola af brauði þess dags hlýtur að upplifa lotningu og einlægt þakklæti.

Lesa áfram„Sjö föstudagar í viku I“