Í brjósti manns

Bókahillur geta glatt fólk, og felst gleðin sem af þeim hlýst í því að í þeim finnast stundum bækur sem minnið hafði ekki á hraðbergi. Og það vekur hljóðláta ánægju þegar fingur leiðir augun og finnur bók sem taldist til vinar, vinar sem ekki var sinnt um alllangt skeið vegna framhleypni nýrra vinda sem léku á leið sinni hjá.

Lesa áfram„Í brjósti manns“