Á skírdagskvöldi

Í hinu nána samfélagi sem Jesús Kristur átti með lærisveinum sínum dagana fyrir síðustu kvöldmáltíðina, sagði hann við þá: „Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hvers annars fætur. Ég hef gefið yður eftirdæmi, að þér breytið eins og ég breytti við yður.“

Hópur kínverskra kristinna manna bauð bandarískum biblíukennara að koma til Kína og hafa biblíunámskeið fyrir þá. Í lok námskeiðsins bað kennarinn þátttakendur að segja frá því hvaða efni hefði haft mest áhrif á þá. Honum til undrunar völdu Kínverjarnir ekki hina þekktu fjallræðu, frásöguna af krossfestingu Jesú eða upprisu hans. Þeir völdu frásöguna af því þegar hann þvoði fætur lærisveinanna.

„Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.