Kröpp hægri beygja eða Laufið á sálinni

Föstudagurinn fimmti var ósköp venjulegur framan af. Við áttum stefnumót eftir vinnu. Hún sótti mig heim. Við ætluðum saman í Bónus í Smáranum. Ég settist inn í bílinn hjá henni. Hún ók af stað. Eftir fimmtán metra tók hún krappa hægri beygju og ók inn í bílskýlið. Ég greip í handfang á hurðinni. „Við förum í sveitina,“ sagði Ásta.

Lesa áfram„Kröpp hægri beygja eða Laufið á sálinni“