Helgi og Hannes – Trefillinn

Þeir ganga inn með Sæbraut. Sjávarmegin. Nokkuð er um göngufólk og einstaka manneskja hjólar. Helgi skoðar hvert reiðhjól sem framhjá fer. Þegar hávaxinn karlmaður kemur á gamaldags hjóli með háu stýri og situr fattur, er í flaksandi skyrtu, alltof stuttum buxum og reykir vindil, má engu muna að Helgi fari úr hálsliðnum. Hann horfir lengi á eftir náunganum.

Lesa áfram„Helgi og Hannes – Trefillinn“

Tvennt sem vert er að nefna

Í samtölum við fréttamenn um eiturslysið á Eskifirði varð fyrir svörum, meðal annarra, Jónína Sigurðardóttir, aðstoðaryfirlögreglumaður. Sjaldan eða aldrei hefur fréttamönnum verið svarað á jafn glæsilegri íslensku og þessi kona gerði. Fágað og hiklaust mál einkenndu tal hennar, svo vandað og myndugt að aðdáun vekur. Ekki er hægt annað en að lýsa hrifningu.

Lesa áfram„Tvennt sem vert er að nefna“

Grátstafir á Íslandi

Til er allnokkuð af einlæglega trúuðu fólki sem ekki fellir sig við neina kirkjudeild. En að sætta sig ekki við kirkjudeild getur verið af ýmsum ástæðum. Oftar held ég að það hafi með presta eða forstöðumenn að gera sem og þau markmið sem þeir setja sér. Sumir þeirra hafa sérkennilegar hugmyndir.

Lesa áfram„Grátstafir á Íslandi“

Mikil hræsni

Í Fréttablaðinu í morgun birtist lítill pistill undir heitinu Mikil hræsni. Efni greinarinnar er sprottið af umræðunni um kröfuna um líflátsdóm yfir Saddam Hussein. Blaðið leitar eftir skoðun eins þeirra afbrigðilegu einstaklinga sem að telja sér trú um að þeir séu Guði þóknanlegri en aðrir menn og orð þeirra og viðhorf þess vegna því sem næst opinberun beint frá Guði komin.

Lesa áfram„Mikil hræsni“

Svo allt í einu, þessi elska

Við höfðum kviðið því í allt vor að hún mundi alls ekki birtast eftir þessa langvinnu stríðu kulda og þurrka og vorum eiginlega orðin úrkula vonar. Það setti að okkur hryggð yfir mögulegum örlögum þessarar smávöxnu elsku sem hafði glatt okkar undanfarin sumur með hreiðurgerð undir þakskegginu á Litlatré og snilldar töktum í loftfimleikum.

Lesa áfram„Svo allt í einu, þessi elska“

Hríslan og lækurinn

Í morgun árla, við Horngluggann, eins og flesta aðra morgna, sátum við og ræddum málin yfir kaffinu okkar og hlýddum á veðurstofuna lesa veðuryfirlitið. Staðarlýsing hvers svæðis endaði oftast með orðinu rigning. Við létum eftir okkur að fagna regninu og samglöddumst litlu skógarplöntunum sem við höfum verið að pota ofan í móa og mel í vor. Vori sem einkenndist af þurrki og kulda.

Lesa áfram„Hríslan og lækurinn“

Þrír sigrar í mígandi rigningu

Ásta fór með mig niður á Reykjavíkurhöfn. Hún hafði gefið Marinu loforð um að fylgjast með kappróðrinum. Til skýringar skal tekið fram að Marina er tengdadóttir okkar. Loforðið var gefið í gær. Þá rigndi ekki neitt. Og við ókum af stað um tvö leytið. Það rigndi mikið. Og bætti í regnið. Ég er ekki frá því að Ásta hafi sagt Jesús minn. Svo þegar við komum undan Kópavogsbrúnni lagði hún til að við snérum við.

Lesa áfram„Þrír sigrar í mígandi rigningu“