Þrír sigrar í mígandi rigningu

Ásta fór með mig niður á Reykjavíkurhöfn. Hún hafði gefið Marinu loforð um að fylgjast með kappróðrinum. Til skýringar skal tekið fram að Marina er tengdadóttir okkar. Loforðið var gefið í gær. Þá rigndi ekki neitt. Og við ókum af stað um tvö leytið. Það rigndi mikið. Og bætti í regnið. Ég er ekki frá því að Ásta hafi sagt Jesús minn. Svo þegar við komum undan Kópavogsbrúnni lagði hún til að við snérum við.

Lesa áfram„Þrír sigrar í mígandi rigningu“