Orð og Glíman

Allt í einu átta ég mig á því að nafnorðið pistill hefur getið af sér sögnina að „pistla“. Stend ég mig að því að tala um að „pistla“ þegar ég reyni að raða saman fáeinum málsgreinum til að setja á heimasíðuna.

Lesa áfram„Orð og Glíman“

Vinátta ruslakistunnar

Sunnudagur 16.07.06. VSV 2-5 m/s. Alskýjað. Hiti + 8°C. Loftþr. 1011.9 m/b, hækkandi. Blautir dagar að baki? Vonandi. Þeir síðustu hafa verið svo ljómandi vatns- og vindríkir. Hér um slóðir að minnsta kosti. Bækur hafa því fengið meira vægi en á sólardögum. Ásta les Barndóm og heyrist kumra af ánægju.

Lesa áfram„Vinátta ruslakistunnar“

Blátönn á bökkum Hvítár

Þetta er tilraunasending. Við erum hjónakornin stödd í Litlatré á bökkum Hvítár. Erum að vígja þráðlaust samband um farsímann okkar og blátannartengingu. Það hefur ekki gengið átakalaust að samhæfa apparötin, blátönn og nokia símann. Hafa nokkrir leikmenn í tölvufræðum gert tilraunir til að koma sambandinu á án árangurs. Loks var leitað til fagfólks. Það brosti góðlátlega, kom sambandinu á án átaka og útbjó reikninginn brosandi.

Lesa áfram„Blátönn á bökkum Hvítár“

Gömbutónleikar og hundrað ára afmæli

Við fórum af stað um hádegi. Ásta ók sínum „risasmáa og sæta“ Yaris. Ég var farþegi og iðkaði akstursleiðbeiningar eins og tengdamóðir mín sáluga gerði gjarnan. Blessuð sé minning hennar. Leiðin lá austur yfir Hellisheiði. Það var vestan stinningskaldi og rigning og allnokkur umferð. Undanfarna mánuði hafa allar okkar leiðir legið upp í Borgarfjörð.

Lesa áfram„Gömbutónleikar og hundrað ára afmæli“