Blátönn á bökkum Hvítár

Þetta er tilraunasending. Við erum hjónakornin stödd í Litlatré á bökkum Hvítár. Erum að vígja þráðlaust samband um farsímann okkar og blátannartengingu. Það hefur ekki gengið átakalaust að samhæfa apparötin, blátönn og nokia símann. Hafa nokkrir leikmenn í tölvufræðum gert tilraunir til að koma sambandinu á án árangurs. Loks var leitað til fagfólks. Það brosti góðlátlega, kom sambandinu á án átaka og útbjó reikninginn brosandi.

Lesa áfram„Blátönn á bökkum Hvítár“