Nærmynd

Fyrir þremur árum kom ég við í ljósmyndastofunni Nærmynd, Laugavegi 178. Mig vantaði mynd í endurnýjun ökuskírteinis. Mætti einstakri lipurð. Hóf að ræða ljósmyndun og vélar við manninn, Guðmund, sem rekur fyrirtækið. Hann vildi allt fyrir mig gera og upplýsa mig af einstöku örlæti. Ég var kominn með stafræna myndavél á heilann þegar þetta var. Hann sagðist reyndar vera Nikon maður og lagði sig samt fram um að fá mig til að skipta frá Canon, sem ég hafði átt í mörg ár. Það olli mér talsverðum átökum.

Lesa áfram„Nærmynd“

Kominn í eldhúsið

Þá er nú þetta eiginlega sumarleyfistímabil á enda. Vorum í Litlatré í þrjátíu og fimm daga plús. Grilluðum flesta dagana. Kjúklinga í bitum, kjúkling á teini, kjúkling svona og kjúkling hinsegin. Ekki þar með sagt að kjúklingar séu hinsegin. Sei, sei, nei. Og alveg lostasamlegt að koma heim í eldhúsið sitt aftur. Svei mér þá. Og finna ástríðurnar ærast. Bókstaflega.

Lesa áfram„Kominn í eldhúsið“

Helgi og Hannes – eftir storminn

Helgi mætti snemma á bekkinn næsta dag. Hann skimaði óþolinmóður eftir Hannesi og eftir því sem tíminn leið byrjaði hann að ímynda sér allskyns vandræði sem Hannes hefði lent í. Þegar svo Hannes birtist á næsta götuhorni gat Helgi ekki setið á sér og gekk á móti honum. Þeir gengu samhliða til baka í átt að bekknum. Þöglir fyrsta spölinn. Síðan:

Lesa áfram„Helgi og Hannes – eftir storminn“

Helgi og Hannes – tveir menn og annar í ham

Helgi hafði setið lengi á bekknum. Hann var farinn að undrast um Hannes sem ævinlega mætti á undan honum. Það lá vel á Helga þar sem hætt var að rigna og sólin tekin að skína. Hann hafði farið úr síðum ullarfrakkanum sínum, sem var fremur sjaldgæft, og lagt hann við hlið sér á bekkinn. Hann sat þarna afslappaður í ullarpeysu og naut tilverunnar.

Lesa áfram„Helgi og Hannes – tveir menn og annar í ham“

Þegar spörfugl fellur

Afar ánægjulegu þrjátíu og fimm daga tímabili lauk í gær þegar sumarleyfi frúarinnar endaði og við ókum til „byggða“. Það var með talsverðum söknuði og litlum orðaskiptum á leiðinni, þótt úrhellisregn og mest við komuna inn í borgina væri nokkur huggun. Hugurinn dvelur svo við það í dag að komast að niðurstöðu um hvort hann eigi að vera þakklátur fyrir hamingjudagana í sveitinni eða ósáttur við að hafa þurft að yfirgefa hana!

Lesa áfram„Þegar spörfugl fellur“

Rigning í grennd

Það er laugardagsmorgun, norðan 1-3 m/s, rigning í grennd, hiti + 11°C, raki 87%, loftþrýstingur 996.9 m/b. Við hóuðum lambám burt af nærliggjandi akri. Árla. Þær sækja þangað stíft og horfa áleitnum augum á laufið á víði og ösp innan við girðingar. Annars er afar kyrrt yfir sveitinni. Bændur fara sér hægt og bíða eftir þurrki.

Lesa áfram„Rigning í grennd“