„Einu sinni, ha, veistu, þegar ég var lítill, og það var afmæli þá gaf mamma mér, ha, tuttugu og fimm aura og bróður mínum líka. Og við fórum, veistu, fórum útí bakaríið í Pöntó á Smyrilsveginum og keyptum rjómakökur. Eina á mann. Og við vorum búnir með þær þegar við komum heim. Næst þegar ég átti að eiga afmæli, ha, þá lét mamma mig ekkert eiga afmæli. Við vorum svo fátæk og henni leið svo illa. Það var af því að pabbi hafði ekki komið heim í nokkra daga.
Brotinn pottur
Gömul kínversk kona átti tvo leirpotta. Hún hengdi þá hvorn á sinn endann á langri stöng sem hún bar á öxlum sínum þegar hún sótti vatn í uppsprettu sem var fjarri heimili hennar. Annar potturinn var með sprungu og var því aðeins hálffullur þegar heim kom en hinn var fullkominn og því alltaf fullur af vatni. Svona gekk þetta í tvö ár. Daglega gekk gamla konan með pottana að uppsprettunni og daglega kom hún heim með annan pottinn fullann af vatni en hinn hálfan.
Gamlir menn á tæknitímum
Það er sagt að þeir sem bestum árangri nái í hinum ýmsu tækninýjungum sem stöðugt eru í þróun og mikilli framför, séu þeir sem byrja nógu ungir að ástunda og tileinka sér tæknina. Sem dæmi er gjarnan vitnað í færni í meðferð tölva og allra þeirra margslungnu forrita sem þeim fylgja. Svona niðurstöður eru ekki sérlega uppörvandi fyrir eldri borgara enda hafa ýmsir þeirra reynslu af höfuðverk sem yfirtekur tilveru þeirra þegar glímt er við hin einföldustu forrit.
Með hrút í klofinu
Það var réttað í Þverárrétt í gær. Allstórt safn var í nátthaganum, tólf til fimmtán þúsund fjár. Rætt var um að eitthvað hlyti að hafa orðið eftir á heiðinni, þar sem mikil þoka og slæmt skyggni hafði lagst yfir leitarsvæðin. Þá var og mættur fjöldi fólks að vanda, bændur og bændafólk til að heimta sitt fé og fjöldinn allur af öðru fólki og mikið af börnum. Þrjár skólarútur höfðu mætt við Varmalandsskóla, tómar. Einn eða tveir komu í réttirnar til að sýna nýju jeppana sína.
Réttardagur 2006
Bý mig undir að fara í réttir í fyrramálið, snemma. Nánar tiltekið í Þverárrétt í Mýrarsýslu. Fer og horfi á bændafólkið draga fé sitt og rifja upp hvernig þetta var fyrir tæpum fimmtíu árum. Hvað segi ég? Fimmtíu árum. Er það virkilega svona langt. Eins og mér finnst það stutt. Nú hittir maður ekki fólkið sem var þar þá. Og Ási á Högnastöðum féll frá í vikunni sem leið.
Helgarblöðin
Í áratugi hef ég vaknað
snemma á laugardagsmorgnum
og sótt blöðin í póstkassann
á meðan vatnið seytlaði
í gegnum kaffipokann
niður í könnuna
fullur af tilhlökkun
og eftirvæntingu
Nútími
Sviðið er í nýju úthverfi Reykjavíkur. Það er komið að miðnætti. Hjónin eru háttuð og búin að slökkva ljósið. Unglingurinn á heimilinu opnar dyrnar og hvíslar: „Mamma, það er skólaferðalag á morgun. Mig vantar nesti og pening.“
Helgi og Hannes – stjórnmál
Hannes sat á bekknum fyrir framan ávaxtabúðina. Einum af þeim fimm stöðum þar sem þeir hittust oftast. Hann lokaði dagblaði þegar Helga bar að. Braut það saman og lagði það ofan á önnur dagblöð sem lágu á hnjám hans. Helgi fylgdist með hreyfingum Hannesar og undraði sig á glettnum andlitssvip hans.
Ótti og afkoma
„Vér erum dauðskelkaðir við að eiga lítið í sjóði. Vér fyrirlítum hvern sem tekur einfalda lifnaðarhætti og innri rósemi fram yfir auðæfi. Vér höfum glatað öllum skilningi á því hvernig menn gátu forðum daga hafið fátækt af hugsjónaástæðum til skýjanna, frelsi undan oki auðæfanna, óháðan hug og karlmannlegt æðruleysi.
September In The Rain
Líkur sjálfum sér, september. Suðvestan allhvass og hvass, gengur á með rigningu. Við vorum í sveitinni og fylgdumst með bændafólkinu handan við ána. Fyrir klukkan sjö lagði það á hesta sína og hélt af stað til fjalla. Til að smala. Skömmu síðar ókum við Ásta og sóttum þrjátíu hríslur, birki og reyni. Höfðum keypt þær á miðju sumri. Hugðumst gróðursetja í september. September hefur reynst okkur vel.