Mamma er löngu hætt að gráta

„Einu sinni, ha, veistu, þegar ég var lítill, og það var afmæli þá gaf mamma mér, ha, tuttugu og fimm aura og bróður mínum líka. Og við fórum, veistu, fórum útí bakaríið í Pöntó á Smyrilsveginum og keyptum rjómakökur. Eina á mann. Og við vorum búnir með þær þegar við komum heim. Næst þegar ég átti að eiga afmæli, ha, þá lét mamma mig ekkert eiga afmæli. Við vorum svo fátæk og henni leið svo illa. Það var af því að pabbi hafði ekki komið heim í nokkra daga.

Lesa áfram„Mamma er löngu hætt að gráta“