Það er langt um liðið núna. Liðlega tuttugu ár. Lá þá á E-6 í viku eða tvær. Nokkuð hress síðustu dagana og orðinn þokkalega kunnugur frábæru starfsfólki. Reyndi ég að setja mig svolítið inn í störf þess. Hægust voru heimatökin að spjalla við konurnar sem mældu blóðþrýstinginn oft á dag sem og þær sem tóku blóð reglulega. Spurði ég þær einn morguninn hvort þær væru ekki til í að kenna mér að mæla blóðþrýsting.
Manntafl – Stefan Zweig
Áhrifin af lestri bókarinnar fyrir um fimmtíu árum voru feikn mikil og ógleymanleg. Frásögnin af því þegar allir farþegar skipsins, sem var á leið til Argentínu, söfnuðust saman í samkomusal þess til að sjá söguhetjuna, dr, B, tefla við heimsmeistarann í skák. Öll sagan, glíma mannsins við djöfulinn og lýsingin á fyrrnefndum skákatburði, kom upp í hugann allar götur síðan í hvert skipti sem meistari Zweig var nefndur.
Í tilefni dagsins
Það er hádegi. Góður dagur fram að þessu. Hófst með sérlegu eftirlæti. Fékk að aka Ástu í vinnuna. Það var eftir Horngluggann og morgunkaffið. Þar sem við rifjuðum upp. Svo ókum við saman. „Hvaða leið er best?“ spurði ég. „Þessi og beygðu svo þarna,“ sagði hún. Og allur heimurinn var að fara í vinnuna líka og ók eins og brjálað fólk. Ég reyndi að treina mér ferðina.
Hvað ef þú svæfir?
Hvað ef þú svæfir? Hvað ef þú svæfir og þig dreymdi.
Og hvað ef þú í draumnum færir til himna og læsir þar fagurt blóm? Og hvað ef blómið væri enn í lófa þér þegar þú vaknaðir?
Samuel T. Coleridge
Skálholt – góðir dagar
Við áttum boð í Skálholt. Kristinn og Harpa buðu okkur í heimsókn með gistingu. Fórum við þangað full af eftirvæntingu um hádegisbil á laugardag. Bjart var yfir landinu, heiðskírt og sólin glaðleg.
Einn – út í bláinn
Þetta er ágætt orðatiltæki. Út í bláinn. Um það segir m.a.í orðatiltækjabókinni Merg málsins; …út í bláinn,…tala út í bláinn,…skrifa út í bláinn,…fara út í bláinn = að halda í óvissa stefnu.“ Það var einmitt það sem ég gerði í gær. Hélt í óvissa stefnu. Einn míns liðs.
Við fórum á ráðstefnu í gær
Við Ásta fórum á ráðstefnu hjá Glímunni í gær. Hún var haldin í sal ReykjavíkurAkademíunnar. Salurinn er í JL-húsinu, fjórðu hæð.
Helgi og Hannes – glæný gönguleið
Helgi hafði setið alllengi á bekknum þegar Hannes loksins mætti. Hannes var klæddur í gamlan felubúning, víðar buxur og hermannajakka sem var hnepptur upp í háls og kraginn uppbrettur. Þá bar hann Green beret húfu á höfðinu. Til fótanna var hann í háum uppreimuðum hermannaklossum. Loks var hann með risastóran gulan innkaupapoka á öxlinni.
GPS – spurning um aldur?
Það var allt í einu kominn auka vegpunktur í tækið. Ég lagði mig allan fram um að reyna að rifja upp hvar hann hefði komið til. Það tókst ekki. Reyndar er langt síðan ég hef notað apparatið. Hef verið svo upptekinn við smíðar í sveitinni að tækið hefur legið ofan í skúffu í marga mánuði. Jafnvel síðan í fyrra. En nú hafa verið góðir dagar og verkefni fá, þannig að ég ákvað að fara með apparatið út og rifja upp.
Kaffi og koníak
Menn líta lífið mismunandi augum. Fá þess vegna mismunandi áhrif af því sem fyrir augu þeirra ber. Í markaðsátaki hjá sláturfélagi einu var ákveðið að merkja sérvalið lambakjöt í glæsilegum umbúðum með stórum stöfum VSOP. Skyldi þetta vera úrvalskjöt, snyrt og kryddað og eftirsóknarvert í hvívetna. Menn lásu út úr skammstöfuninni á mismunandi vegu eins og gjarnan vill vera. Þeir kaldhæðnu lásu þar: „Very sour old pale.“ Sem er einkar óaðlaðandi lýsing á kjöti til manneldis.