Allt fullt af lífi

Það er auðvitað komið haust. Og haust koma árlega að hverju sumri liðnu. Og litir jarðar breytast. En samt er allt fullt af lífi. Það haustar einnig í lífi fólks og haustlitir skreyta það á svipaðan hátt. En samt er allt fullt af líf. Og við Ásta mín fórum að loknu stórafmæli og veislu í fyrrakvöld upp í Borgarfjörð í hreiðrið okkar Litlatré og nutum haustsins, alls sem við sáum og hvors annars.

Lesa áfram„Allt fullt af lífi“