Menn líta lífið mismunandi augum. Fá þess vegna mismunandi áhrif af því sem fyrir augu þeirra ber. Í markaðsátaki hjá sláturfélagi einu var ákveðið að merkja sérvalið lambakjöt í glæsilegum umbúðum með stórum stöfum VSOP. Skyldi þetta vera úrvalskjöt, snyrt og kryddað og eftirsóknarvert í hvívetna. Menn lásu út úr skammstöfuninni á mismunandi vegu eins og gjarnan vill vera. Þeir kaldhæðnu lásu þar: „Very sour old pale.“ Sem er einkar óaðlaðandi lýsing á kjöti til manneldis.