Trúarbrögð og sósur

Þegar kunningjar mínir, frændur, makar frænkna minna og allskyns vinir, urðu sjötugir, þá yfirleitt veittist ég að þeim stríðinn og hrekkjóttur og sagði að nú væru þeir orðnir löglegar kerlingar. Yfirleitt tóku þeir þessu án svipbreytinga. Aldrei glaðlega. Svona lét ég við þá enda stríðni í ættinni. Afi minn, Steinn Þórðarson, var meinstríðinn og hló svo yndislega smitandi hlátri þegar honum tókst best upp í stríðninni.

Lesa áfram„Trúarbrögð og sósur“

„…græt ég eins og barn til móður“

Það var ellefti nóvember í gær. Á þeim degi fæddist þjóðinni stórmenni árið 1835. Séra Matthías Jochumsson. Skáld og snillingur. Sálmar hans, frumsamdir og þýddir eru sungnir enn í dag. Ákall til Guðs um huggun á sorgarstundum. Allir upplifa þær. Með klökkva í hjarta hefur þjóðin tekið undir með kirkjukórum landsins í sálmunum, Hærra minn Guð til þín og Lýs milda ljós.

Lesa áfram„„…græt ég eins og barn til móður““

Mýrin – í örfáum orðum

Það er nú þannig með okkur hjónakornin að bíóferðir eru fremur sjaldgæfar. Kannski ein á tveggja ára fresti. Helgast það fremur af áhugaleysi mínu en frúarinnar. Svo og auðvitað af tilveru Litlatrés sem við stundum af ástríðu. Hvað um það. Nú þegar liðlega sjötti hluti íslensku þjóðarinnar hefur séð Mýrina er ekki óeðlilegt að Ásta beri fram spurninguna: „Á ég þá að fara ein?“

Lesa áfram„Mýrin – í örfáum orðum“

Áttu auðvelt með íslensku?

Fyrst datt mér í hug að setja fram spurningu um hvort einhver af gestum heimasíðunnar vissi í hvaða bók setningin hér fyrir neðan er sótt. Eftir nokkrar vangaveltur hætti ég við það og ákvað heldur að biðja fólk um að þýða setninguna. Yfir á íslensku. Sjálfur hef ég glímt við það um árabil. Fannst í fyrstu að það væri auðvelt og gerði mörg uppköst en henti þeim jafnharðan. Fannst mér aldrei takast að túlka ástarhrifninguna sem höfundurinn var heltekinn af og sagan fjallar um.

Lesa áfram„Áttu auðvelt með íslensku?“