Mér hefur fundist af fréttum að með múslímum ríki meira óheft mannhatur en í okkar heimshluta. Lýsi vanþóknun minni á aftöku Saddams Husseins og viðhorfum landa hans til lífs annarra manna.
Bit !
Að minnsta kosti tvennt, í umræðu dagsins, skil ég ekki. Annað er hvers vegna í ósköpunum ekki er samið við flugumferðarstjóra. Ef í húfi eru tekjur landsins upp á tvo milljarða á ári, – af hverju hefur Geir ekki skipað samgönguráðherra að semja við flugumferðarstjóra?
Annar í bókajólum
Þetta hefur verið stórkostleg hátíð hér innan við Horngluggann. Og við skiljum það þannig að frelsarinn okkar, – sem fornleifafræðingar segja nú að hafi verið fæddur í Betlehem nyrðri, það er, skammt frá Nasaret og fellur líklega betur að frásögum guðspjallanna, – hafi með lífsafreki sínu skráð spor sín svo óafmáanlega í sögu mannkyns að meiri hluti þess minnist hans árlega á jólum.
Þúsund jólaljós
Einu sinni, fyrir allmörgum árum, bað Árni Arinbjarnarson, sem þá stjórnaði Fíladelfíukórnum í Reykjavík, mig um að þýða textann við norska sálminn, Nu tändas tusin juleljus. Ósk hans gladdi mig og varð ég fúslega við henni. Var sálmurinn sunginn á jólum í Fíladelfíukirkjunni á þeim árum sem Árni stjórnaði kórnum. Nú birti ég textann hér um leið og ég óska öllum gestum heimasíðu minnar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þakklæti fyrir ánægjulegar heimsóknir.
Ári síðar
Í gær, 21. desember, var eitt ár liðið frá því að séra Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur í Keflavík, lést. Andlát hans bar óvænt að, hann veiktist skyndilega um morgun þess dags og lést í sjúkrabíl á leið til Reykjavíkur.
Leitin
Aftur og aftur
viku eftir viku
mánuð eftir mánuð
og ár eftir ár
hef ég farið af stað
til að leita
Minning – Ingileif Þóra Steinsdóttir
Ingileif Þóra Steinsdóttir frá Kollabæ, fædd 27. nóvember 1908, látin 6. desember 2006. Fáein minningarorð.
Rauðir úlfar
Fyrst þegar ég heyrði frá því sagt að kona nokkur, sem ég kannaðist við, þjáðist af „rauðum úlfum“, þá hváði ég við og brosti með sjálfum mér. Einu kynni mín af rauðum úlfum voru frá því í bernsku, þegar mér, tíu eða ellefu ára gömlum, var gefin nýlega útgefin bók eftir Rudyard Kipling, Dýrheimar sögur úr frumskógum Indlands. Ein sagan í henni fjallar einmitt um rauða úlfa og drenginn Mowgli sem ólst upp með þeim.
Fátækt fólk – fátæk börn
Hann tók að ræða við mig um stjórnmál. Ég fór strax í vörn. Reyni alltaf að komast hjá því að taka þátt í slíkum umræðum. Þessi gaf sig ekki. Hann þvaðraði út og suður um árangur ríkisstjórnarinnar, hvað hann væri dásamlegur. Ég hlustaði. Lagði ekkert til málanna lengi vel. Fann þó að púlsinn tók þátt. Þar kom að ég stóðst ekki mátið.
IRAK
Væri ekki umhugsunarvert fyrir Bush, klaufann, að semja við Saddam Hussein um að taka við stjórninni í Irak að nýju? Svo er að heyra, á Kofi Annan sem og ýmsum öðrum þokkalega gefnum mönnum, að ástandið þar sé mun verra núna, undir stjórn Bush, en það var undir stjórn Saddams