Hann tók að ræða við mig um stjórnmál. Ég fór strax í vörn. Reyni alltaf að komast hjá því að taka þátt í slíkum umræðum. Þessi gaf sig ekki. Hann þvaðraði út og suður um árangur ríkisstjórnarinnar, hvað hann væri dásamlegur. Ég hlustaði. Lagði ekkert til málanna lengi vel. Fann þó að púlsinn tók þátt. Þar kom að ég stóðst ekki mátið.