Viðrar vel til lesturs

Janúar hefur silast áfram í bókalestri. Jólabækur bárust umfram væntingar og framkallaði rausn gefenda klökkva í gömlu og slitnu hjarta. Í gær tók ég plastið utan af einni sem hefur beðið eftir að að henni kæmi. Sú heitir Í reiðuleysi í París og London og er eftir þann kúnstuga karl Eric Arthur Blair, sem fólk þekkir sem rithöfundinn George Orwell.

Lesa áfram„Viðrar vel til lesturs“

Helgi og Hannes – ástarbrími

Hlýindi undanfarna daga hafa mildað skap margra Reykvíkinga. Fólk sem hélt sig innanhúss hefur nú dregið fram göngustafi og klossa og farið í lengri og styttri göngur. Það gerðu þeir einnig félagarnir Helgi og Hannes og hittust í morgun á bekknum í kverkinni þar sem mætast Suðurbugt og Ægisgarður. Hafflöturinn var sléttur og vinalegur. Bátar hvíldu kyrrlátir við flotbryggjur.

Lesa áfram„Helgi og Hannes – ástarbrími“

DAGUR VONAR

„Mamma mín, mamma mín, hvaða dagur er í dag?“
Það var sterk upplifun að sjá og heyra leikritið Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson. Krafturinn í verkinu kom verulega á óvart. Textinn og táknin mögnuð og leikurinn stórkostlegur. Tilvitnun í leikskrá í ljóð Thomasar frá Celano; Dies irae, dies illa, / solvet saeclum in favilla, sem Matthías Jochumsson þýðir: Dagur reiði, dagur bræði, / drekkir jörð með logaflæði, gefur tóninn í glímunni sem háð er á leiksviðinu.

Lesa áfram„DAGUR VONAR“

Nú heitir Pulsubarinn Fröken Reykjavík II

Eftir Albert Marquet lá leiðin í sal fjögur. Þar hófst ein veislan til viðbótar. Það er undravert hvað salur í listasafni getur verkað sterkt á mann. Þegar vel tekst til. Í sal fjögur hefur tekist vel til. Andblærinn er öðruvísi. Ég rifjaði upp ástarstrauma sem ég upplifði um árið þegar við Ásta heimsóttum National Gallery í London. Það var í fyrstu ferð okkar til London, fyrir margt löngu.

Lesa áfram„Nú heitir Pulsubarinn Fröken Reykjavík II“

Nú heitir Pulsubarinn Fröken Reykjavík I

Við fórum tveir niður í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Ég A og ég B. Við tveir. Það er ég. Já, og þetta skrítna fyrirbæri sem stundum tekur yfir, sjálfsveran og vikusálin, svo vitnað sé í Rousseau sem talaði um tvennskonar lunderni sem skiptist reglulega á og hann kallaði vikusálirnar sínar. Og hann bætti við að önnur gerði vit hans sturlað en hin gerði sturlun hans vitra. En þó þannig að sturlunin væri vitinu yfirsterkari í báðum tilvikum.

Lesa áfram„Nú heitir Pulsubarinn Fröken Reykjavík I“