Var að koma inn af svölunum. Datt í hug að kasta á ykkur kveðju. Óska gleðilegs árs og þakka fyrir heimsóknir á heimasíðuna á liðna árinu. Mér þótti ákaflega vænt um sérhverja þeirra. Finnst þó að fleiri hefðu mátt senda athugasemdir og blanda sér í umræðuna. Athugasemdirnar eru eins og hlýlegt handtak. Svo vinalegar.