Það má segja að allt beri að sama brunni í íslensku þjóðfélagi. Þeir sterkari mergsjúga þá veikari. Hvert sem litið er. Bankarnir taka til sín meiri vexti af daglegu amstri mannanna en nokkur nágrannaþjóð. Matvöruverslanir selja nauðsynjavörur á helmingi hærra verði en verslanir í nágrannalöndunum. Um lyfjaverslun er sama að segja.