DAGUR VONAR

„Mamma mín, mamma mín, hvaða dagur er í dag?“
Það var sterk upplifun að sjá og heyra leikritið Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson. Krafturinn í verkinu kom verulega á óvart. Textinn og táknin mögnuð og leikurinn stórkostlegur. Tilvitnun í leikskrá í ljóð Thomasar frá Celano; Dies irae, dies illa, / solvet saeclum in favilla, sem Matthías Jochumsson þýðir: Dagur reiði, dagur bræði, / drekkir jörð með logaflæði, gefur tóninn í glímunni sem háð er á leiksviðinu.

Lesa áfram„DAGUR VONAR“