Frost hefur legið á dag eftir dag. Vikur. Og logn. Svifryk mælst yfir heilbrigðismörkum við ein gatnamót. Lungnaveikir hóstað í sundur rifbein. Kliður farið um fjölmiðla. Fólk hvatt til að leggja bílum, afnagla dekk, ferðast með strætó, hjóla eða ganga til vinnu. Vinirnir Helgi og Hannes sitja í dag við Sólarskipið. Hannes hefur vafið trefli um höfuðið á sér. Það er mjó rifa fyrir augun.
Bozo segir frá
Stundum les maður bókakafla sem ilma af svo mikilli frásagnargleði að maður stansar við og andar djúpt. Og les þá aftur. Ég get ekki á mér setið og tek mér bessaleyfi til að birta fáeinar línur úr bókinni sem ég er að ljúka við þessa daga. Vil um leið spyrja þig hvort þú veist úr hvaða bók línurnar eru.
Um orð og athöfn
Athygli hefur vakið yfirlýsing Vinstri Grænna á landsfundi þeirra um jafnrétti kynjanna í stjórnum og störfum. Það hefur kjör þeirra í stjórn flokksins einnig gert.
Bréfið nafnlausa og önnur mál
Við ræddum það við Horngluggann í morgun. Bréfið nafnlausa.
„Er ekki einhver nafnlaus vinur Davíðs einfaldlega að reyna að gera réttinn, dómarana og verjendur Baugsmanna, tortryggilega.“
Manneskja – karl eða kona? IV
Nú endar leikurinn í dag. Væntanlega kominn tími til. Tvennt sem tengist honum kallar á vangaveltur. Í fyrsta lagi, þetta með félagslega tengingu mína. Hún virðist vera í þvílíku lágmarki að eina samband mitt við annað fólk en fjölskylduna, sé við kassa stórmarkaða. Þannig hófst leikurinn síðastliðinn mánudag. Og þannig gerðist fyndið atvik í gær.
Manneskja – karl eða kona? III
Þetta hefur verið heldur skemmtilegur leikur. Gaman að sjá fólk koma í heimsókn á heimasíðuna og tjá sig um málið. Eftir að hafa skoðað niðurstöður í morgun sýnist mér að sex atkvæði hafi fallið á konur en sjö á karla. Þrjú lendi úti í buskanum; hvorugkynið, drengur á fermingaraldri og Cayenne. Í stjórnmálum yrði þetta orðað svona; konur 6 atkvæði; karlar 7 atkvæði; ógild 3 atkvæði.
Manneskja – karl eða kona? II
Það hagar þannig til við Smáratorg í Kópavogi að þar hefur bílastæðið, að mestu, verið tekið undir byggingarframkvæmdir. Verið er að reisa þar hæsta hús á svæðinu, 17 hæðir. Samhliða er gerð bílageymsla sem verður undir fyrra bílastæði verslunarkjarnans. Til að vega á móti fækkun bílastæða á meðan byggingarframkvæmdir standa yfir, hefur Bónus beint viðskiptavinum sínum í geysistóra bílageymslu sem er undir verslunarmiðstöðinni.
Manneskja – karl eða kona?
Það var ein manneskja á undan mér við kassann í Bónus í hádeginu í dag. Hún tíndi upp úr innkaupakörfu. Tók hlutina upp með annarri hendi. Einn í einu. Las á verðmiðann. Lagði hlutinn frá sér. Pilturinn á kassanum beið með útrétta hendi eftir því að hlutirnir kæmust til hans. Þetta voru sjö eða átta hlutir. Kannski níu. Flestir smáir. Loks var karfan tóm: „Eitt þúsund sjö hundruð tuttugu og átta krónur,“ sagði pilturinn á kassanum.
Helgi og Hannes – kökkurinn
Það er bekkur úti í Örfirisey skammt frá Seglagerðinni Ægi. Hann er norðan við götuna. Þar hefur umhverfið verið lagað til, bílastæði gert og göngustígur. Þaðan er útsýni yfir sundin og eyjar, og Esjan skreytir bakgrunninn. Eldrautt tankskip liggur við olíubryggjuna. Fiskibátur stímir að landi. Gámaskip hverfur bak við Engey á leið í höfn. Hannes situr á bekknum. Helgi kemur að og horfir út á sjóinn. Hann er móður.
Orð vikunnar
„Hneykslissögurnar eru sælgæti fjöldans.“
—Jón Trausti