Hann náði til okkar um miðja síðustu öld. Þá vorum við táningar, glaðbeittir, hrifnæmir, rómantískir. Og ástfangnir. Frankie söng af mikilli innlifun og við hlógum þegar hann hló og grétum þegar hann grét. Á sama hátt kom hann inn í tilfinningasveiflur okkar og studdi okkur. Fregnir bárust um að hann hafi látist 6. febrúar síðastliðinn, níutíu og þriggja ára að aldri.