Frankie Laine

Hann náði til okkar um miðja síðustu öld. Þá vorum við táningar, glaðbeittir, hrifnæmir, rómantískir. Og ástfangnir. Frankie söng af mikilli innlifun og við hlógum þegar hann hló og grétum þegar hann grét. Á sama hátt kom hann inn í tilfinningasveiflur okkar og studdi okkur. Fregnir bárust um að hann hafi látist 6. febrúar síðastliðinn, níutíu og þriggja ára að aldri.

Á dögum ástarsorga hlustuðum við á Frankie syngja, High Noon: „ Do not forsake me, oh, my darlin…“ titillag úr samnefndri kvikmynd. Og þegar Lísa á Fálkagötunni tók Róbert á Smyrilsveginum framyfir Dóra á Þrastargötu, urðum við allir reiðir með Dóra og Frankie Laine leiddi sönginn:

„If ever the devil was born,
Without a pair of horns
It was you,
Jezebel, it was you

Hann var ákaflega vinsæll söngvari og hefur átt hólf í hjörtum okkar í meira en hálfa öld.. Á hestbaki sungum við „Mule train: clippetty-clopping over hill and plain…“ eða þá Rawhide: „Rollin, rollin, rollin…“. Og ótal fleiri. Stundum komum við saman með 78 snúninga plöturnar okkar og hlustuðum og sögðum frá ævintýrum og draumum. Strákarnir. Og ræddum málin og sungum með og dilluðum okkur, sælir og sáttir, og trúðum á framtíðina.

Mörg lög Frankie´s eiga fastan sess í huganum, þótt árin færist yfir, og eru á sinn einlæga hátt sígild, samanber þetta:

Hlustið hér: I Believe

I believe for every drop of rain that falls,
A flower grows,
I believe that somewhere in the darkest night,
A candle glows.
I believe for everyone who goes astray,
Someone will come to show the way.
I believe,
I believe.

I believe above the storm the smallest prayer,
Will still be heard.
I believe that someone in the great somewhere,
Hears every word.
Every time I hear a new born baby cry,
Or touch a leaf or see the sky.
Then I know why,
I believe.

Every time I hear a new born baby cry,
Or touch a leaf or see the sky.
Then I know why,
I believe.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.