Fórum í Eldborg í gærkvöldi. Hjónin. Höfum ekki náð okkur á strik fyrr síðan Sinfóníuhljómsveitin flutti úr Háskólabíói. Margt kemur til. Meðal annars dulinn ótti við höllina miklu og nafntoguðu, Hörpu.
Þegar andlitið er dapurt
„Ósköp ertu dapur á svipinn,“ sagði Ásta þegar hún gekk framhjá bókaherberginu og svo bætti hún við: „Er eitthvað að?“ Það var kökkur í hálsinum á mér svo að ég kom mér hjá því að svara, snéri í hana baki og horfði út um gluggann. Það voru mistök.
564 með adagio
Það var ekki fyrr en í þessari viku sem ég loksins braut regluna. Hún var sú að taka ekki Bach með í bílinn. Paganini var eiginlega eini sígildi höfundurinn sem ég dró með mér niður á það plan. Þangað til í fyrradag. Þá féll ég. Svo ók ég umhverfis Reykjavík. Þetta var á uppstigningadag.
Einn af leyndardómunum
Í gærkvöldi tókum við fram geislaplötu sem hefur hvílt sig um alllangt skeið í skápunum. Því miður. En eins og gengur með afburða tónlist þá vitjar hún manns aftur og aftur og krefur um samneyti. Þið þekkið þetta. Við settum spilarann af stað og komum okkur fyrir við Horngluggann. Það er með betri stöðum í lífi okkar. Tvö ein heima.
Móinn logaði af ást og tilhugalífi
Í morgun eldsnemma var veðrið á allt annan veg en í gær. Nú var næstum heiðskírt, logn og sólin svo elskuleg og vermandi. Á kambi austan við kofann var andfugl. Hann teygði hálsinn þegar hann varð okkar var. Þar sem sólin var handan hans var ekki svo auðvelt að greina tegundina.
High Noon og nostalgían
Danska sjónvarpsstöðin DK1 hefur verið nösk við að viðhalda í manni nostalgíunni í sumar. Í fyrrakvöld sýndi hún hina frábæru kúrekamynd High Noon.
Mögnuð morgunstund
Var snemma á fótum í morgun, einn, og eftir að koma kaffinu í gang fór ég með bókina inn í bókaherbergið og las áfram. Þetta er ein af þessum bókum sem fyllir brjóst manns af blönduðum tilfinningum, vináttu og elsku. Og maður finnur fyrir því að vera einn og ófær um að virkja flæðið sem iðar eins og uppsprettulind innvortis. Þannig eru andvökur.
Bölvun harms og léttir gleðinnar
Það var greinileg eftirvænting í loftinu þegar fólk tók að safnast saman í Neskirkju í gærkvöldi. Og hvert sæti setið á slaginu klukkan átta. Viðfangsefni kvöldsins var Óratoría í þrem hlutum eftir Händel við ljóð eftir Milton. Svo kölluð tvíburaljóð. Þetta voru lokatónleikar tónlistarhátíðarinnar Tónað inn í aðventu.
Til umhugsunar
Óratóría – Ísrael í Egyptalandi
Okkur var boðið í veislu á föstudaginn. Það var frábær veisla. Hún var hvorki í mat né drykk heldur í orðum og hljómum, sungin og leikin. Frábær veisla. Við þekktum orðin vel, höfum lifað með þeim hálfa ævina. Lesið aftur og aftur frásögn af kúgun og ánauð, hlýtt á harmakvein og andvörp þjóðar stíga upp af helgum textum. Hróp til Guðs um miskunn og náð. „Og Guð heyrði andvarpanir þeirra.“