564 með adagio

Það var ekki fyrr en í þessari viku sem ég loksins braut regluna. Hún var sú að taka ekki Bach með í bílinn. Paganini var eiginlega eini sígildi höfundurinn sem ég dró með mér niður á það plan. Þangað til í fyrradag. Þá féll ég. Svo ók ég umhverfis Reykjavík. Þetta var á uppstigningadag.

Lesa áfram„564 með adagio“

Einn af leyndardómunum

Í gærkvöldi tókum við fram geislaplötu sem hefur hvílt sig um alllangt skeið í skápunum. Því miður. En eins og gengur með afburða tónlist þá vitjar hún manns aftur og aftur og krefur um samneyti. Þið þekkið þetta. Við settum spilarann af stað og komum okkur fyrir við Horngluggann. Það er með betri stöðum í lífi okkar. Tvö ein heima.

Lesa áfram„Einn af leyndardómunum“

Mögnuð morgunstund

Var snemma á fótum í morgun, einn, og eftir að koma kaffinu í gang fór ég með bókina inn í bókaherbergið og las áfram. Þetta er ein af þessum bókum sem fyllir brjóst manns af blönduðum tilfinningum, vináttu og elsku. Og maður finnur fyrir því að vera einn og ófær um að virkja flæðið sem iðar eins og uppsprettulind innvortis. Þannig eru andvökur.

Lesa áfram„Mögnuð morgunstund“

Óratóría – Ísrael í Egyptalandi

Okkur var boðið í veislu á föstudaginn. Það var frábær veisla. Hún var hvorki í mat né drykk heldur í orðum og hljómum, sungin og leikin. Frábær veisla. Við þekktum orðin vel, höfum lifað með þeim hálfa ævina. Lesið aftur og aftur frásögn af kúgun og ánauð, hlýtt á harmakvein og andvörp þjóðar stíga upp af helgum textum. Hróp til Guðs um miskunn og náð. „Og Guð heyrði andvarpanir þeirra.“

Lesa áfram„Óratóría – Ísrael í Egyptalandi“