Belafonte

Ánægjulegt var að heyra og sjá Harry Belafonte í kvöldþætti Ríkissjónvarpsins s.l. laugadag. Manngæskan og mannvitið geisluðu af manninum. Hugsun hans og orð snérust ekki eingöngu um hann sjálfan. Sem er fremur óvenjulegt af stjörnum. En auðvitað eru sumar stjörnur skærari en aðrar og þurfa ekki sjálfar að hæla sér. Og sumir auðmenn örlátari en aðrir. Það er gott fyrir sálina að heyra skemmtikraft af hæstu gráðu tala af viti um lífið og tilveruna.

Lesa áfram„Belafonte“

Söngtöfrar

Karlakór St. Basil dómkirkjunnar í Moskvu hélt tónleika í Hallgrímskirkju í gær fyrir troðfullu húsi. Áhugi á söng þeirra var greinilega mikill því þegar klukkan hálf fimm var kirkjan næstum fullsetin. Þeir sem komu eftir það máttu sætta sig við að dúsa á bak við súlur þar sem hljómurinn skilar sér engan veginn nógu vel. En hvað sem því líður þá var þetta stórkostlegur konsert.

Lesa áfram„Söngtöfrar“