High Noon og nostalgían

Danska sjónvarpsstöðin DK1 hefur verið nösk við að viðhalda í manni nostalgíunni í sumar. Í fyrrakvöld sýndi hún hina frábæru kúrekamynd High Noon.

Myndin var gerð 1952 og er talin „ possibly the all-time best Western film ever made..“ Leikstjóri var Fred Zinnemann, Í aðalhlutverkum voru Gary Cooper, Thomas Mitchel og Lloyd Bridges. Titillag myndarinnar er sungið af Frankie Laine og hljómar sem átakanlegur undirtónn alla myndina út í gegn.

Mig minnir að myndin hafi verið sýnd í Tripolibíói. Það var stutt að fara fyrir okkur piltana. Um það bil 500 metrar að heiman

Ég læt svo Connie Francis um að lýsa þessu nánar:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.