Rússneski rithöfundurinn Nikolaj Gogol skrifaði bók um dauðar sálir. Hún segir frá bóndanum Pivínskí sem safnaði dauðum sálum, það er að segja, nöfnum látinna manna sem ekki höfðu verið strikuð út af endurskoðunarlistanum, andlát þeirra ekki verið tilkynnt yfirvöldum.
Ísland – Írland 3 : 0
Íslensku konurnar stóðu sig frábærlega í fótboltanum í kvöld. Það var spennandi að fylgjast með þeim leika. Ákveðnar, fljótar og beinskeyttar sóttu þær af krafti allan leikinn. Verðskulduðu sigurinn vissulega. En það er eitt sem fer í taugarnar á mér:
Snúðu í austur og snúðu í vestur
Snúðu í austur og snúðu í vestur og bentu á þann sem að þér þykir bestur. Þessi leikur kom í hugann um hádegið þegar Ingibjörg Sólrún sagði í fréttum RÚV að stýrisvaxtahækkunin væri ekki skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Ljóðakeppni – sjö orð úr grunnskóla
Vissulega eftirminnilegur dagur
Við fórum til að helga okkur endurminningum, tvö saman, hjónin. Og til að halda upp á tímamót. Fórum upp í Borgarfjörð í litla kofann sem við höfum verið að tjasla saman síðastliðin fimm ár. Þar er okkar griðastaður. Heitir Litlatré.
Alþingiskosningar í vor?
Á nokkrum stöðum hefur verið nefnt að hugsanlega yrði kosið fljótlega til Alþingis. Í fyrstu lét ég þetta sem vind um eyrun þjóta. Næst hugsaði ég setningarnar yfir. Í þriðja sinn staldraði ég við og spurði sjálfan mig: Hvað myndir þú kjósa gamli gaur ef svo færi að kosið yrði í vetur eða vor?
Moggi einu sinni enn
Það var með allnokkurri eftirvæntingu sem ég sótti sunnudags Moggann niður í anddyri í gærmorgun. Fyrir tveim vikum hafði verið tilkynnt, – um leið og Morgunblaðið og Fréttablaðið háttuðu ofan í sama rúmið og fjarlægðu 24 stundir af heimilinu,- að verulegar breytingar myndu verða á helgarblaði Moggans.
Tolstoy – dýrmæt gjöf
Allar smásögur Tolstoys. Fólk reiknar ekki með afmælisgjöfum á mínum aldri. Finnur gleði í símtölum dagsins, sms skeytum, tölvupósti og athugasemdum á bloggsíðu. Þeir sem búa yfir meira örlæti koma og kyssa á kinn og færa litla gjöf. Makinn á auðvitað alltaf sterkasta leikinn á slíkum tímamótum. Svo gleymist dagurinn.
Að súpa fjörur
Með stóru letri er frá því sagt í Fréttablaðinu í morgun að 70 % þjóðarinnar vilji þjóðaratkvæði um ESB viðræður. Kannski er gott að hefja viðræður. En það er ekki auðvelt fyrir venjulegt fólk að átta sig á umræðunni sem farið hefur fram á Íslandi um aðild.
Verður eitthvað nýtt á Íslandi?
Af hverju hætti Herbert Þór?
Hvað hefur bankastjóri Glitnis í laun?
Af hverju megum við ekki vita þetta?