Út í regnið fagnandi við förum

Þar bíður okkar síðasta gróðursetning ársins. Aspir. Tuttugu eintök. 80 til 100 sm. Rakastigið verður ólíkt því sem var í vor þegar við gróðursettum birkiplöntur í bökkum. Um þær má segja að þær hafi eiginlega horfið í þurrkunum sem stóðu í á annan mánuð. Og allir brunnar tómir. Vonum samt að þær teygi sig upp á móti sól næsta sumar.

Lesa áfram„Út í regnið fagnandi við förum“

Dilkur 32

„Er pláss fyrir púka? spurði ég Sámsstaðabóndann. Við gengum samsíða að réttinni. Dráttur var kominn á fullt. Fjöldi manns í önnum. Rauðir vatnsgallar mynduðu andstæður við hvíta réttarveggina. Þetta var í Þverárrétt í gærmorgun.

Lesa áfram„Dilkur 32“