Vinátta skerpir

Sólin vakti mig í morgun. Hún kom inn um gluggann á milli gardína. Það var vinalegt. Dagurinn byrjaði því vel þótt betri helmingurinn sé uppi í Borgarfirði, í systrasamveru í Kalmanstungu. Heimkoma hans er tilhlökkunarefni.

Lesa áfram„Vinátta skerpir“

Farþegar frá útlöndum

Það biðu um það bil sjötíu manns í salnum framan við dyr komufarþega í Leifsstöð í gær. Þetta var um fimmleytið. Flestir einblíndu á stóru dyrnar sem farþegarnir komu um. Sumir héldu á lofti spjöldum með nöfnum á, aðrir stóðu í hnöppum og ræddu málið, en aðrir drukku úr plastmálum. Fólk skipti um fót til að hvíla sig í biðinni eða hallaði sér upp að súlu.

Lesa áfram„Farþegar frá útlöndum“

Ramses

Ýmis orð sem maður heyrir í ys og þys hversdagsins koma til manns sem gamlir kunningjar og fá mann til að staldra við og rifja upp tengsli. Nafn hælisleitandans Pauls Ramsesar er eitt af þeim.

Lesa áfram„Ramses“

Huggun í einsemdinni

Það verður að játast að einskonar ánægjuhrollur fór um mig þegar Danir töpuðu fyrir Króötum í morgun. Orsökin liggur í því að ég sá þegar þjálfari Dananna missti vitið þegar þeir töpuðu fyrir Íslendingum. Allt fas hans þá og framkoma í leikslok fletti ofan af miklum hroka hans og yfirlæti í garð Íslendinga.

Lesa áfram„Huggun í einsemdinni“

Þegar sárast svíður…

Þegar sárast svíður undan stjórnmálamönnum, viðhorfum þeirra, aðgerðum og aðgerðarleysi, upplifi ég gjarnan í reiði og beiskju löngun til að fá að kjósa upp á nýtt og skipta út fólkinu sem fer með valdið. Sárast bítur þetta þegar venjulegt fólk verður fyrir barðinu á þeim.

Lesa áfram„Þegar sárast svíður…“