Farþegar frá útlöndum

Það biðu um það bil sjötíu manns í salnum framan við dyr komufarþega í Leifsstöð í gær. Þetta var um fimmleytið. Flestir einblíndu á stóru dyrnar sem farþegarnir komu um. Sumir héldu á lofti spjöldum með nöfnum á, aðrir stóðu í hnöppum og ræddu málið, en aðrir drukku úr plastmálum. Fólk skipti um fót til að hvíla sig í biðinni eða hallaði sér upp að súlu.

Lesa áfram„Farþegar frá útlöndum“