Ramses

Ýmis orð sem maður heyrir í ys og þys hversdagsins koma til manns sem gamlir kunningjar og fá mann til að staldra við og rifja upp tengsli. Nafn hælisleitandans Pauls Ramsesar er eitt af þeim.

Ein af áhrifaríkustu frásögum Gamla testamentisins segir frá brottför heillar þjóðar frá kúgun, þrælavinnu og ánauð. Brottför sem hófst í egypsku verslunarborginni Ramses. ( 2. M. 12:37.)

Það má því segja að hlutskipti og nafn Pauls Ramsesar rími nokkuð við nafn og sögu hinnar fornu borgar, baráttunni fyrir frelsi frá ánauð og kúgun. Vonandi opnast honum vegirnir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.