Helgi og Hannes – munúð

Frost hefur legið á dag eftir dag. Vikur. Og logn. Svifryk mælst yfir heilbrigðismörkum við ein gatnamót. Lungnaveikir hóstað í sundur rifbein. Kliður farið um fjölmiðla. Fólk hvatt til að leggja bílum, afnagla dekk, ferðast með strætó, hjóla eða ganga til vinnu. Vinirnir Helgi og Hannes sitja í dag við Sólarskipið. Hannes hefur vafið trefli um höfuðið á sér. Það er mjó rifa fyrir augun.

Lesa áfram„Helgi og Hannes – munúð“