Helgi og Hannes – kökkurinn

Það er bekkur úti í Örfirisey skammt frá Seglagerðinni Ægi. Hann er norðan við götuna. Þar hefur umhverfið verið lagað til, bílastæði gert og göngustígur. Þaðan er útsýni yfir sundin og eyjar, og Esjan skreytir bakgrunninn. Eldrautt tankskip liggur við olíubryggjuna. Fiskibátur stímir að landi. Gámaskip hverfur bak við Engey á leið í höfn. Hannes situr á bekknum. Helgi kemur að og horfir út á sjóinn. Hann er móður.

Lesa áfram„Helgi og Hannes – kökkurinn“