Bozo segir frá

Stundum les maður bókakafla sem ilma af svo mikilli frásagnargleði að maður stansar við og andar djúpt. Og les þá aftur. Ég get ekki á mér setið og tek mér bessaleyfi til að birta fáeinar línur úr bókinni sem ég er að ljúka við þessa daga. Vil um leið spyrja þig hvort þú veist úr hvaða bók línurnar eru.

„Hefurðu einhvern tíma séð lík brennt? Það hef ég séð, á Indlandi. Þeir settu þennan gamla gaur á eldinn og á næsta augnabliki munaði minnstu að ég skryppi úr skinninu, því hann fór að sparka frá sér. Þetta gerðist bara af því að vöðvarnir drógust saman í hitanum – eigi að síður snarbrá mér. Jæja, hann iðaði þarna eins og þurrkuð saltsíld á glóandi kolum, og því næst blés maginn á honum út og sprakk með þvílíkum hvelli að maður hefði getað heyrt hann í fimmtíu metra fjarlægð. Þá varð ég umsvifalaust andsnúinn líkbrennslu.“

Og spurning mín er: Úr hvaða bók heldur þú að þetta sé?

2 svör við “Bozo segir frá”

  1. Já, auðvitað var þetta hún!

    Sammála um íslenskuna, Uggi er vandvirkur, það sést.

  2. Það er nokkuð ljóst að engin reynir að svara um bókina.
    Upplýsist því að bókin sú hin ágæta heitir ,,Í reiðuleysi í París og London“. Þorsteinn Gylfason gaf henni, í umfjöllun löngu áður, heitið „Eymd og volæði í París og London“. Á frummálinu heitir hún „Down and Out in Paris and London“. Bókin er eftir George Orwell og þýdd af Ugga Jónssyni. Mér virðist íslenskan á bókinni frábær og naut þess verulega að lesa hana.
    Enda er hún góð í rúmi 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.